Innlent

Fólksbíl ekið á miðju-vegrið

Fólksbíl var ekið á miðju-vegrið Suðurlandsvegar á tveir-plús-einn vegkafla í Svínahrauni á níunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Selfossi kom á staðinn og aðstoðaði ökumanninn, sem kenndi sér þó einskis meins eftir óhappið, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Bílinn þurfti aftur á móti að fjarlægja með dráttarbíl. Hálka var ekki teljandi þarna, að sögn lögreglu en gekk á með éljum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×