Innlent

Eigendur álversins ætla að virða vilja íbúa

Eigendur Álversins í Straumsvík ætla ekki að höfða skaðabótamál gegn bænum þótt svo kunni að fara að stækkun verksmiðjunnar verði felld í almennri atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði. Eigendur segjast nú ætla að una niðurstöðunni en þeir hafa varið um hálfum milljarði í að undirbúa stækkunina.

Íbúar í Hafnarfirði greiða atkvæði um stækkun álversins úr eitthundrað og áttatíu þúsund tonnum í fjögur hundruð og sextíu þúsund tonn en ekki hefur verið ákveðið hvenær eða hvort það verður jafnhliða alþingiskosningum í vor. Enn á eftir að ganga frá tillögu að deiliskipulagi vegna stækkunarinnar en deilt er um stærð þynningarsvæðisins en samkvæmt umhverfismati er það stærra en bæjaryfirvöld sætta sig við með tilliti til byggðaþróunar á svæðinu. Sérstakur starfshópur vinnur að því að ná fram sameiginlegri niðurstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×