Erlent

Jóhannesar Páls páfa minnst

Mynd/AP

Tugir þúsunda manna söfnuðust saman við Vatíkanið í Róm í gærkvöldi til að minnast þess að ár er liðið frá því Jóhannes Páll páfi annar féll frá. Fólkið kveikti á kertum og bað fyrir páfa. Benedikt páfi sextándi bað með hópnum og sagði Pál páfa áfram lifa í hugum og hjörtum fólks. Bænastundinni var var sjónvarpað víða um heim, meðal annars í Póllandi sem var heimaland Páls páfa. Jóhannes Páll annar var páfi í tuttugu og sex ár en þjáðist af Parkison veiki undir lok ævi sinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×