Innlent

Orðrómi eytt um Pólverja á Vellinum

Íbúðablokkir á Keflavíkurflugvelli
MYND/Víkurrféttir

Sá orðrómur að tugir pólskra verkamanna séu sestir að í íbúðablokkum þeim sem Varnarliðið átti á Keflavíkurflugvelli, er ekki á rökum reistur, segir Magnús Gunnarsson, formaður stjórnar Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Orðrómur um þetta hefur verið á kreiki síðustu daga. Þetta kemur fram í Víkurfréttum í dag.

Magnús segir að einu Pólverjarnir sem hann viti um á svæðinu sé hópur sem búi þar á vegum ÍAV í húsnæði sem fyrirtækið byggði á sínum tíma, er í eigu þess og er ekki innan vébanda Þróunarfélagsins.

Magnús segir að enn sem komið er liggi ekkert fyrir um framtíðarskipan svæðisins og ráðstöfun þeirra eigna sem íslenska ríkið eignaðist við brotthvarf Bandaríkjahers frá landinu. „Enda erum við ekki ennþá búin að taka formlega við þessu. Það er verið að ganga frá þjónustusamningi á milli félagsins og ríkisins og eftir það er hægt að fara að vinna í þessum málum á fullu. Í rauninni erum við ekki komin með ráðstöfunarréttinn yfir þessu fyrr en búið er að ganga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×