Innlent

Háhraðatengingar á sunnanverðu Snæfellsnesi

Í dag ganga þrjú sveitarfélög á Vesturlandi frá samningi við Hringiðuna um háhraðatengingar á sunnanverðu Snæfellsnesi. Sveitarfélögin eru Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur og Snæfellsbær.

Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá þessu og hefur eftir Páli Brynjarssyni, sveitarstjóra Borgarbyggðar, að um miklu öflugri tengingar sé að ræða en þær sem eru annarsstaðar í Borgarbyggð. Einnig er talað um í samningnum að um símaþjónustu geti orðið að ræða og ef til vill sjónvarpssendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×