Innlent

Styrkja byggingu nýs íþróttahúss á Höfn

MYND/Vísir

Útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganess ætlar að styrkja byggingu nýs knattspyrnuhúss á Höfn í Hornafirði með að minnsta kosti 60 milljóna króna framlagi. Þetta er í tilefni að því að fyrirtækið fagnar nú 60 ára afmæli sínu. Greint er frá þessu á vefnum Hornafjörður.is en Árna Rúnari Þorvaldssyni, forseta bæjarstjórnar á Höfn, var í gær afhent bréf frá fyrirtækinu um þar sem tilkynnt er um þessi áform. Fyrirtækið vill með gjöfinni stuðla að uppbyggingu mannvirkja í bæjarfélaginu sem efla samfélagið frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×