Innlent

Framsóknarflokkurinn fagnar afmæli í skugga lágs fylgis

Framsóknarflokkurinn fagnar níutíu ára afmæli í dag og aldrei í sögu flokksins hefur fylgi hans mælst jafn lágt. Í tilefni afmælisins munu framsóknarfélög um land allt standa fyrir hátíðardagskrá.

Framsóknarflokkurinn var stofnaður á Alþingi 16. desember árið 1916. Fyrstu árin starfað hann eingöngu sem þingflokkur en uppúr 1930 var honum breytt í formlega fjöldahreyfingu. Uppruna hans má rekja til tveggja hreyfinga, samvinnuhreyfingarinnar og ungmennafélaganna sem börðust meðal annars fyrir almennum framförum og umbótum í landinu, aukinni menntun og atvinnurekstri sem sem tryggði mönnum sannvirði fyrir vöru og vinnu. Þessi hugsjónalegi bakgrunnur hafði mikil áhrif á stefnu flokksins og framsóknarmen segja hann gera það enn í dag.

Hermanni Jónasson, sem var formaður flokksins á árunum 1944 til 1962 lýsti viðhorfunum á þann veg að stefna flokksins væri hvorki til hægri né vinstri heldur beint áfram. Um land allt standa framsóknarfélög fyrir hátíðardagskrá og notalegum samverustundum þar sem framsóknarmenn geta hist og haldið daginn hátíðlegan í góðra vina hópi. Boðið er upp á ýmsar ljúffengar veitingar, í föstu formi og andlegu, allt eftir því hvað andinn blæs mönnum í brjóst á hverjum stað. Þingmenn og ráðherrar munu koma við eftir því sem aðstæður leyfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×