Innlent

Messa hjá rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni

Í morgun var messa rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar haldin í Dómkirkjunni. Þetta er önnur messan frá stofnun deildarinnar á íslandi, en tilefnið var að fagna degi Sánkti Nikulásar.

Venjuleg lengd messu hjá rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni eru um fjórir klukkutímar. Einkenni messunnar eru mikið skraut og skart með leikrænum tilburðum. Reykelsi eru mikið notuð og standa fyrir fórn, engu lifandi er þó fórnað, en ilmurinn eykur innlifun og einlægni og hin heilögu íkon, eða helgimyndir, eru tilbeðin. Kertaljós og ljósadýrð auka enn á áhrifin.

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan hefur lifað gegnum erfiða tíma, hún var bönnuð á tímum Stalíns þegar bannað var að trúa á annað en kommúnismann og hugmyndafræði hans. Íslenska kirkjudeildin var stofnuð á á síðasta ári, og er þetta önnur messan í Dómkirkjunni, en fengist hefur byggingarleyfi fyrir kirkju í Öskjuhlíðinni. Nú eru jólin að nálgast en þó verður ekki haldin jólamessa þar sem Rússar halda jólin hátíðleg hálfum mánuði seinna en vaninn er hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×