Tvöfalt hærra orkuverð á Íslandi en í Brasilíu 7. júní 2006 18:59 Alcoa greiðir helmingi lægra verð fyrir raforkuna frá Kárahnjúkavirkjun en fyrir orku frá álveri í Brasilíu, samkvæmt grein sem birt var á heimasíðu Alcoa í Brasilíu. Verðið er sagt þrjátíu Bandaríkjadalir á megavattsstund í Brasilíu en helmingi lægra, eða fimmtán dollarar, á Íslandi. Greinin hvarf af neti Alcoa í dag í kjölfar fyrirspurnar um hana - og hið lága verð - til Landsvirkjunar. Samningurinn um orkuverð til Alcoa hefur verið algjört leyndarmál og því borið við viðskiptahagsmunum. Þess vegna hafa landsmenn ekki fengið að vita hver arðurinn verði af Kárahnjúkavirkjun miðað við þróun álverðs. það eitt er þó vitað að orkuverðið er tengt álverði - sem um þessar mundir er afar hátt í sögulegu samhengi. Það er því upplýsandi að lesa grein eftir brasilísku blaðakonuna Alexa Salomá sem hún ritar í blaðið EXAME í Sao Palo. Greinin er að stórum hluta byggt á einkaviðtali EXAME við Alain Belda, forstjóra ALCOA - en hann mætti einmitt hingað til lands fyrir þremur árum og skálaði í kampavíni fyrir samningum um orkusölu til nýja álversins við Reyðarfjörð. Og hann gat fagnað afar hagstæðu orkuverði miðað við fyrrnefnda blaðagrein í Brasilíu. Þar kemur fram að Alcoa hafi þurft að semja um 30 bandaríkjadali fyrir hverja megavattsstund til nýs álvers. Þetta þótti hátt. "Á Íslandi borgar fyrirtækið helmingi lægra verð" - segir í greininni. Þessi grein úr brasilíska blaðinu hefur síðan verið þýdd og birt á fréttasíðu Alcoa í Brasilíu. Samkæmt því var Alain Belda að skála fyrir því með Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra og forkólfum Landsvirkjunar að greiða um fimmtán dollara fyirir megawattsstundina. Þó ber að hafa í huga að verðið er jú tengt álverði og er því háð sveiflum á þeim mörkuðum. Það er blaðamaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson sem bendir á þessa grein á bloggsíðu sinni í dag. Lætur hann það fylgja að hann hafi hringt í Landsvirkjun og spurt utí þessar upplýsingar en fátt orðið um svör. Nú síðdegis var þessi frétt um lága verðið aftur á móti horfin af heimasíðu Alcoa. Páll Ásgeir reiknar það út að Alcoa sé að borga eina krónu fyrir hverja kílówattsstund af orku. Til samanburðar borgi reykvísk heimili átta krónur fyrir kílówattsstundina - eða áttfallt Alcoaverð. Fréttir Innlent Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Alcoa greiðir helmingi lægra verð fyrir raforkuna frá Kárahnjúkavirkjun en fyrir orku frá álveri í Brasilíu, samkvæmt grein sem birt var á heimasíðu Alcoa í Brasilíu. Verðið er sagt þrjátíu Bandaríkjadalir á megavattsstund í Brasilíu en helmingi lægra, eða fimmtán dollarar, á Íslandi. Greinin hvarf af neti Alcoa í dag í kjölfar fyrirspurnar um hana - og hið lága verð - til Landsvirkjunar. Samningurinn um orkuverð til Alcoa hefur verið algjört leyndarmál og því borið við viðskiptahagsmunum. Þess vegna hafa landsmenn ekki fengið að vita hver arðurinn verði af Kárahnjúkavirkjun miðað við þróun álverðs. það eitt er þó vitað að orkuverðið er tengt álverði - sem um þessar mundir er afar hátt í sögulegu samhengi. Það er því upplýsandi að lesa grein eftir brasilísku blaðakonuna Alexa Salomá sem hún ritar í blaðið EXAME í Sao Palo. Greinin er að stórum hluta byggt á einkaviðtali EXAME við Alain Belda, forstjóra ALCOA - en hann mætti einmitt hingað til lands fyrir þremur árum og skálaði í kampavíni fyrir samningum um orkusölu til nýja álversins við Reyðarfjörð. Og hann gat fagnað afar hagstæðu orkuverði miðað við fyrrnefnda blaðagrein í Brasilíu. Þar kemur fram að Alcoa hafi þurft að semja um 30 bandaríkjadali fyrir hverja megavattsstund til nýs álvers. Þetta þótti hátt. "Á Íslandi borgar fyrirtækið helmingi lægra verð" - segir í greininni. Þessi grein úr brasilíska blaðinu hefur síðan verið þýdd og birt á fréttasíðu Alcoa í Brasilíu. Samkæmt því var Alain Belda að skála fyrir því með Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra og forkólfum Landsvirkjunar að greiða um fimmtán dollara fyirir megawattsstundina. Þó ber að hafa í huga að verðið er jú tengt álverði og er því háð sveiflum á þeim mörkuðum. Það er blaðamaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson sem bendir á þessa grein á bloggsíðu sinni í dag. Lætur hann það fylgja að hann hafi hringt í Landsvirkjun og spurt utí þessar upplýsingar en fátt orðið um svör. Nú síðdegis var þessi frétt um lága verðið aftur á móti horfin af heimasíðu Alcoa. Páll Ásgeir reiknar það út að Alcoa sé að borga eina krónu fyrir hverja kílówattsstund af orku. Til samanburðar borgi reykvísk heimili átta krónur fyrir kílówattsstundina - eða áttfallt Alcoaverð.
Fréttir Innlent Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira