Innlent

Blysför á Þorláksmessu í tuttugasta og sjöunda sinn

Íslenskir friðarsinnar standa fyrir sinni árlegu blysför niður Laugarveginn á Þorláksmessu. Þetta er í tuttugasta og sjöunda sinn sem ganga er farin.

Safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Friðarhreyfingarnar munu selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar. Blysförin endar á fundi á Lækjartorgi. Friðarganga verða einnig á Akureyri á Þorláksmessukvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×