Innlent

Gæsluvarðhald yfir 18 ára síbrotamanni fellt úr gildi

Hæstiréttur Íslands felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir átján ára gömlum pilti. Hann var fyrir viku dæmdur í gæsluvarðhald til 4. janúar í Héraðsdómi Reykjaness. Pilturinn er grunaður um ítrekaðan þjófnað en hann er í mikilli fíkniefnaneyslu og hefur fjármagnað neysluna með þjófnuðum. Pilturinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi í byrjun desember fyrir rán en sakaferill hans nær aftur til ársins 2003 þegar hann var 15 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×