Innlent

Vilja fella niður leikskólagjöld á námsmenn

MYND/Vísir

Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum hvetja bæjarfélögin á Suðurnesjum til að fella niður leikskólagjöld á námsmenn. Í ályktun sem þeir sendu frá sér er bent á að leikskólagjöld séu dýr baggi á námsmenn sem þurfa að treysta á námslán til þess að framfleyta sér. Hagur bæjarfélaganna á Suðurnesjum sé að halda því fólki sem er í námi á svæðinu í stað þess að það flytji á brott til að sækja nám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×