Innlent

Jólagæsin uppseld

Jólagæsina mun víða vanta á borð landsmanna í ár, þar sem hún er uppseld í verslunum. Neysluvenjur landsmanna á aðfangadagskvöld eru að taka miklum breytingum.

Verslunarmenn sem fréttastofa Stöðvar 2 hefur rætt við í dag eru sammála um að jólamaturinn verði sérlega fjölbreyttur í ár. Kalkúnninn er til að mynda mjög að sækja í sig veðrið og búast Hagkaupsmenn við að selja nánast jafnmikið af honum og gamla góða hamborgarhryggnum. Sumir eru hreinlega neyddir til að breyta út af hefðum sínum vegna skorts á jólarjúpum og gæs.

Þórir Aron Stefánsson, hjá kjötdeild Hagkaupa á Akureyri, segir gæs hreinlega ekki fáanlega fyrir jólin. Margir kvarti yfir því að þurfa að finna annað en á meðal þess sem hefur verið vinsælt er kengúrukjöt, dádýrakjöt og hjartakjöt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×