Innlent

Sextán mánuði fyrir vörslu á fíkniefnum

MYND/Vísir

Karlmaður var í dag dæmdur í sextán mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir vörslu á rúmlega 970 grömmum af amfetamíni og um ellefu kílóum af hassi, kannabislaufum og kannabisstönglum. Efnin voru ætluð til sölu. Kona var jafnframt dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á rúmu 970 grömmum af amfetamíni og rúmlega 640 grömmum af hassi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×