Innlent

Vilja heimild til að innheimta skólagjöld

Rektor Háskólans á Akureyri vill fá heimild til að innheimta skólagjöld, samhliða hefðbundnum rekstri með fjárveitingum frá ríkinu. Um einsdæmi yrði að ræða í íslensku skólakerfi.

Í undirbúningi er stofnun alþjóðlegs Orkuháskóla á Akureyri sem myndi tengjast rekstri Háskólans á Akureyri. Þar er rætt um skólagjöld og stjórn skólans hefur hug á að vexti á fleiri sviðum þar sem skólagjöld yrðu innheimt.

Sem stendur nýtur skólinn fastra fjárlaga frá ríkinu og meiningin er að svo verði áfram. Framlög á hvern nemanda frá ríkinu hafa verið lægri en í öðrum skólum undanfarið hafa rokkað niður í 400.000 krónur á nemanda en eru nú aftur að þokast upp.

Menntamálaráðherra er kunnugt um fyrirætlun rektors að fá að innheimta skólagjöld en erindinu hefur ekki verið formlega svarað.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×