Innlent

Vilja hefja frumhönnun á Öskjuhliðargöngum á næsta ári

MYND/Stefán

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar vilja að frumhönnun á Öskjuhliðargöngum og stokkalausn á Miklubraut verði hafin samhliða umhverfismati á Sundagöngum á næsta ári og að fasteignaskattar og holræsagjald verði lækkað. Þessar breytingartillögur og fleiri við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar voru kynntar á blaðamannafundi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar í dag.

Samfylkingin leggur til að alls verði 35 milljónir króna veittar til frumhönnunar á Öskjuhlíðargöngum og stokkalausninni og þá vill flokkurinn að ekki verði af þeim 90 milljóna króna niðurskurði sem frumvarpið gerir ráð fyrir á 6 þjónustumiðstöðvum borgarinnar.

Enn fremur vill Samfylkingin að borgarstjórn samþykki ekki neinar hækkanir á þjónustugjöldum umfram verðbólgu og jafnfram að fallið verð frá því að kljúfa menntasvið og menntaráð í tvennt.

Seinni umræða um frumvarp að fjárhagsáætlun borgarinnar fer fram í borgarstjórn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×