Innlent

Netsamband á að haldast eðlilegt þrátt fyrir bilanir

Cantat 3 strengurinn er sá rauði á þessari mynd.
Cantat 3 strengurinn er sá rauði á þessari mynd.

Vesturhluti Cantat-þrjú,sæstrengsins á milli Íslands og Kanada bilaði aftur í morgun eftir bráðabirgðaviðgerð í gærkvöldi. Netsamband við útlönd á þó að haldast í nokkurn veginn eðlilegu horfi ef engar frekari bilanir verða.

Cantat-strengurinn sem liggur frá Kanada til meginlands Evrópu með tengingu við Ísland og Færeyjar er bilaður um 1500 kílómetra vestur af Íslandi á þrjú þúsund metra dýpi og bendir allt til þess að það þurfi að ná honum af hafsbotni til viðgerðar. Til þess þarf stórt kapalskip og getur viðgerðin tekið tvær til þrjár vikur þegar til kemur.

Samskipti við Evrópu ganga með eðlilegum hætti en samskipti vestur um haf þurfa nú að far um Evrópu og með örðum streng vestur. Allir háskólar í landinu og Háskólasjúkrahúsin í Reykjavík og á Akureyri nota Cantat en það á ekki að koma að sök ef frekari bilanir verða ekki.

Ef til þess kæmi þyrfti að semja um flutning um Farice-strenginn sem liggur frá Íslandi til Skotlands. Þaðan er svo aftur hægt að tengjast vestur um haf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×