Innlent

Gáfu 70 jólapakka í söfnun Mæðrastyrksnefndar

Það hefur verið til siðs á litlu jólum í flestum skólum að börn skiptist á jólagjöfum. Ellefu ára börnum í Kársnesskóla fannst þau hins vegar þau fá nóg af gjöfum um jólin og ákváðu að gefa frekar gjafir til þeirra sem minna mega sín. Þau fylktu liði og fóru í Kringluna með sjötíu jólapakka sem þau settu undir jólatré Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands. Kennararnir létu ekki sitt eftir liggja og gáfu líka gjafir. Krakkarnir sem flest eru í kór Kársnesskóla sungu svo nokkur jólalög við jólatréð áður en þau héldu aftur í skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×