Lífið

Lucas í hjónaband

Í gervi hommans hvers kvöl enginn skilur í þáttunum Litla-Bretland.
Í gervi hommans hvers kvöl enginn skilur í þáttunum Litla-Bretland.

Matt Lucas úr gamanþáttunum Litla-Bretland, sem sýndir hafa verið á Íslandi við miklar vinsældir, gekk að eiga unnusta sinn, sjónvarpsframleiðandann Kevin McGee, við borgaralega athöfn í London á laugardag. Meðal gesta voru David Walliams, félagi Lucas úr þáttunum og grínistarnir Dale Winton og Rob Brydon.

Athöfnin var formleg og allir karlgestir klæddust jakkafötum en veislan hefur að líkindum verið skrautlegri þar sem gestir voru beðnir um að málaðir eins og látbragðsleikarar. Á undan athöfninni kvaðst Lucas vera taugaóstyrkur en um leið fullur tilhlökkunar en þeir McGee hafa verið saman í þrjú ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.