Erlent

Mannskæðar árásir í Bagdad

Ibrahim Jaafari (t.v.) ásamt uppbyggingarráðherra Breta, Hilary Benn.
Ibrahim Jaafari (t.v.) ásamt uppbyggingarráðherra Breta, Hilary Benn. MYND/AP

Að minnsta kosti 25 féllu og tugir særðust í röð sprengjuárása í Bagdad, höfuðborg Íraks í dag. Tíu hinna látnu voru lögreglumenn en mannskæðasta árásin var gerð á höfuðstöðvar lögreglunnar. Fimmtán féllu í þeirri árás.

Fimm létust í annarri árás nálægt mosku sjía múslima í suð-vestur hluta borgarinnar. Þrír lögreglumenn höfðu áður fallið þegar vegsprengja sprakk í morgun.

Mannskæð átök trúarbrota hafa geisað í Írak síðan einn mesti helgidómur sjía múslima í borginni Samarra var sprengdur í loft upp. Einnig hefur gengið illa að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu en deilt er um hvort skipa eigi Ibrahim Jaafari í embætti forsætisráðherra, en sjíar hafa lagt til að það verði gert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×