Erlent

Gíslar í Írak frelsaðir

Fjórði gíslinn, Bandaríkjamaðurinn Tom Fox, fannst myrtur í Bagdad fyrr í mánuðinum.
Fjórði gíslinn, Bandaríkjamaðurinn Tom Fox, fannst myrtur í Bagdad fyrr í mánuðinum. MYND/AP

Fjölþjóðlegu liði hermanna tókst í dag að frelsa þrjá starfsmenn kristilegra hjálparsamtaka, sem hafa verið í haldi mannræningja í Írak síðan í nóvember. Fjórði gíslinn fannst látinn fyrr í mánuðinum.

Um er að ræða Bretann Norman Kember og Kanadamennina Singh Sooden og James Loney. Þeir voru starfsmenn kristilegra hjálparsamtaka í Írak. Þeim var rænt í nóvember í fyrra. Myndband með myndum af gíslunum var birt á arabísku sjónvarpsstöðinni al Jazeera fyrir nokkrum mánuðum. Það var svo fyrr í þessum mánuði sem lík af bandarískum félaga þeirra, Tom Fox, fannst í Bagdad en honum hafði verið rænt með þeim.

Það var svo í morgun sem hermenn létu til skarar skríða og gíslarnir voru frelsaðir þar sem þeir voru í haldi í bæ um 30 kílómetra norður af Bagdad.

Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, segir að aðgerðin hafi verið margar vikur í undirbúningi. Breski gíslinn mun hafa verið við góða heilsu eftir atvikum en Kanadamennirnir þurftu á aðstoð lækna að halda.

Tony Blair forsætisráðherra Bretlands fagnaði lausn gíslanna í morgun og sagði þetta gleðifregnir fyrir fjölskyldur mannanna. Raun þeirra væri nú lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×