Erlent

Gíslar í Írak frelsaðir

Myndband af gíslunum sem birt var fyrir nokkru.
Myndband af gíslunum sem birt var fyrir nokkru. MYND/AP

Fjölþjóðlegu liði hermanna tókst í dag að frelsa þrjá starfsmenn kristilegra hjálparsamtaka, sem hafa verið í haldi mannræningja í Írak frá í nóvember. Breska sendiráðið greindi frá þessu í morgun.

Um er að ræða tvo Kanadamenn og einn Breta. Þeir voru teknir í gíslingu við fjórða mann en sá var frá Bandaríkjunum. Lík hans fannst í Bagdad fyrr í þessum mánuði.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×