Erlent

Lítið þokast í viðræðum

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna MYND/AP

Lítill sem enginn árangur var í gær af fundi þeirra fimm þjóða sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar þær hittust til að ræða málefni Írans.

Á fundinum var reynt að komast að samkomulagi um til hvaða aðgerða öryggisráðið grípi vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Ágreiningur Breta, Frakka og Bandaríkjamanna annars vegar og hins vegar Kínverja og Rússa virðist langt því frá hverfandi þrátt fyrir tveggja vikna langar viðræður þjóðanna. Bandaríkjamenn ásamt sínum Evrópsku bandamönnum eru harðir á því að Íranir verði að láta af áætlun sinni um auðgun úrans þar sem hætta sé á að þeir hefji framleiðslu kjarnavopna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×