Innlent

20 % strikuðu nafn Eyþórs út

Tuttugu prósent kjósenda í Árborg sem kusu Sjálfstæðisflokkinn strikuðu yfir nafn Eyþórs Arnalds á laugardag en flokkurinn fékk 1689 atkvæði í kosningunum. Það þýðir að 340 kjósendur strikuðu yfir nafn hans. Eyþór hafði sjálfur hvatt kjósendur til þess að strika yfir nafn hans fremur en að kjósa annan flokk. Til þess að yfirstrikanir hafi áhrif á niðurröðun manna á framboðslista þurfa fimmtíu og eitt prósent kjósenda hans að strika yfir einn og sama frambjóðandan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×