Innlent

Þyrlan getur ekki bjargað mönnunum af Hvannadalshnjúki

Úr myndasafni
Úr myndasafni MYND/Gunnar V. Andrésson

Skýjabakkar eru að setjast inn að Hvannadalshnjúki og er nú útséð með að þyrla Landhelgisgæslunnar geti lent til bjargar mönnunum fimm sem lentu þar í snjóflóði. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu eru allir mennirnir eitthvað lemstraðir, en enginn alvarlega. Einhverjir eru ökklabrotnir og því ógöngufærir.

Reynt verður að ferja björgunarsveitarmenn upp á Öræfajökul með þyrlunni og þeir síga niður. Einnig munu fallhlífarsveitir flugbjörgunarsveita stökkva út úr flugvél Flugmálastjórnar en það mun vera í fyrsta skipti sem slíkt er gert í björgunaraðgerð hér á landi. Fjöldi björgunarsveitarmanna eru á leið á staðinn, frá Höfn og frá Reykjavíkursvæðinu.

Mennirnir voru á leið upp á Hnjúkinn á eigin vegum en voru með talstöð og gátu þannig haft samband og látið vita af sér og verið í góðu sambandi við björgunarmenn. Eftir því sem næst verður komist voru mennirnir á leið upp á Hnjúkinn sjálfan þegar flóðið féll á þá og bárust þeir alla leið niður á sléttuna fyrir neðan hann, niður í um 1950 metra hæð. Þeir hafa af því að dæma getað runnið niður einhverja 100-150 metra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×