Innlent

Þyrlan kemst ekki að mönnunum vegna skyggnis

Björgunarsveitarmenn um borð í Syn á leið á vettvang.
Björgunarsveitarmenn um borð í Syn á leið á vettvang. MYND/Vísir

Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin á vettvang á Hvannadalshnjúki þar sem fimm menn lentu í snjóflóði upp um hádegisbil í dag en kemst ekki að mönnunum vegna skyggnis. Þó er að rofa til. Verið er að undirbúa að flytja björgunarmenn upp á hnjúkinn ef þyrlan getur ekki tekið mennina. Björgunarsveitir eru á leið upp jökul. Einnig eru flugvél Gæslunnar á leið austur til að tryggja fjarskipti og um borð eru fallhlífabjörgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×