Innlent

Fimm menn lentu í snjóflóði á Hvannadalshnjúki

Það var í suðurhlíðum hnjúksins, nánar tiltekið milli Dyrhamars og hnjúksins sem mennirnir sem lentu í snjóflóðinu. Myndin er af Dyrhamri.
Það var í suðurhlíðum hnjúksins, nánar tiltekið milli Dyrhamars og hnjúksins sem mennirnir sem lentu í snjóflóðinu. Myndin er af Dyrhamri. MYND/Gunnar

Fimm manns lentu í snjóflóði á Hvannadalshnjúki um hádegisbilið. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er á leið á staðinn en samkvæmt fyrstu fregnum sem lögreglan á Höfn hefur um málið eru þrír slasaðir, en þó ekki alvarlega. Auk þyrlunnar er allur mannskapur björgunarsveitarinnar á Höfn, um 25 manns, á leið á hnjúkinn á bílum og sleðum en talið er að mennirnir hafi verið í um 1950 metra hæð þegar þeir lentu í flóðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×