Innlent

Símaskráin í sérstakri hátíðarútgáfu

Ný símaskrá er komin út og það í hundraðasta sinn en símaskráin var fyrst gefin út árið 1906. Að því tilefni hefur verið gefin út sérstök afmælisútgáfa en í henni er að finna fyrstu símanúmeraskránna sem gefin var út á Íslandi.

Það er Já sem gefur símaskránna út og er hún prentuð í 230.000 þúsund eintökum og er tæpar 1500 blaðsíður að lengd. Efnt var til hönnunarkeppni við Listaháskóla Íslands um framhlið símaskrárinnar og var þema keppninnar fortíð og nútíð. Alls bárust 83 tillögur frá 32 nemendum. Kristín Eva Ólafsdóttir, nemi á 1. ári í grafískri hönnun og hönnuður hjá Gagarín, hlaut fyrstu verðlaun, og ekki nóg með það heldur átti hún einnig tillögurnar sem voru valdar í 2. og 3. sæti. Við hönnun sína leitaðist hún við að sameina hið gamla og nýja og nýta gömul mynstur á nýjan hátt.

Í hátíðarútgáfunni er að finna Talsímaskránna, fyrstu eininglegu símaskrá á Íslandi. Þar má sjá eitt og annað forvitnilegt, meðal annars leiðbeiningar um noktun síma og símanúmer Bríetar Bjarnhéðisndóttur. Þá er einnig símanúmer Tholvarldsensfélagsins, en það er eitt fárra fyrirtækja sem sem var skráð í Talsímaskránni og er einnig að finna í nýju símaskránni.

Nýju símaskránna er hægt að nálgast í verslunum símans , og vodafone og á bensínstöðvum um land allt. Hin hefðbundna símaskrá er ókeypis en hátíðarútgáfan, sem er harðspjalda, kostar 500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×