Erlent

Kona nýr forsætisráðherra Suður-Kóreu

Mynd/AP

Þing Suður Kóreu valdi í morgun í fyrsta sinn konu í embætti forsætisráðherra landsins. Han Myeong-sook hlaut 182 atkvæði af 259 en Roh Moo-hyun, forseti Suður Kóreu, útnefndi hana í embættið. Fyrirrennari Han Myeong-sook sagði af sér í síðasta mánuði eftir að hafa fengið á sig mikla gagnrýni fyrir að hafa spilað golf um leið og verkfall hjá starfsmönnum járnbrauta landsins olli miklu öngþveiti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×