Lífið

Hættur sem kynnir

Stephen Fry. Breski gamanleikarinn er hættur sem kynnir Bafta-verðlaunanna.
Stephen Fry. Breski gamanleikarinn er hættur sem kynnir Bafta-verðlaunanna.

Gamanleikarinn Stephen Fry er hættur sem kynnir bresku Bafta-kvikmyndaverðlaunanna. Fry hefur verið kynnir undanfarin sex ár við mjög góðan orðstír.

„Þetta hafa verið frábær sex ár og ég hlakka til að horfa á hátíðina í framtíðinni án þess að vera á taugum,“ sagði hann. „Við vonumst til að bjóða honum aftur sem tilnefndum leikara í nálægri framtíð,“ sagði David Parfitt, formaður Bafta-nefndarinnar.

Fry hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum Wilde og Gosford Park. Fyrir þremur árum samdi hann og leikstýrði sinni fyrstu mynd, Bright Young Things. Fry er einnig þekktur fyrir hlutverk sín í bresku gamanþáttunum Blackadder og Jeeves and Wooster.

Fry stjórnar um þessar mundir grín-spurningaþættinum QI.

Bafta-verðlaunin verða haldin 11. febrúar á næsta ári og stendur nú leit yfir að arftaka Fry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.