Innlent

Sýslumaður starfrækir greiningardeild á Vellinum

Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli MYND/Vísir

Fjögurra manna greininingardeild hefur verið starfrækt við sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli undanfarin tvö ár. Deildin hefur sinnt gerð hættumats fyrir Utanríkisráðuneytið vegna starfsemi Íslensku friðargæslunnar í  Afghanistan, Sri Lanka og víðar, að því er kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að deildin hafi haft afgerandi áhrif á ákvarðanir friðargæslunnar. Jóhann segir að þessi starfsemi hafi vaxið og dýpkað frá því að Íslendingar fóru að tengjast beint við álveðna gagnagrunna á sviðum þar sem íslensk stjórnvöld höfðu ekki áður gert sig gildandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×