Erlent

Jaafari tilbúinn að hætta

MYND/AP

Ibrahim Jaafari, forsætisráðherra Íraks, segist reiðubúinn til að stíga af stóli ef komi í ljós að hann hafi ekki stuðning meirihluta Íraka. Þetta sagði hann við setningarathöfn íraska þingsins í morgun.

Sjíamúslimar vilja sjá hann sem forsætisráðherra og hafa stjórnarmyndunarviðræður dregist fram úr hófi, meðal annars af þeirri ástæðu. Jaafari hefur verið gagnrýndur fyrir að gera ekki nóg til að hindra ofbeldi í Írak en átök milli sjía og súnnímúslima hafa farið þar stigvaxandi frá því Gullna moskan var sprengd í loft upp.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×