Innlent

Jarðskjálfti á Hengilsvæðinu

Mynd/E.Ól

Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter kvarða mældist á Hengilsvæðinu um fjóra kílómetra norðvestur af Hveragerði klukkan hálf sex í morgun. Skjálftahrina hefur verið í gangi á þessu svæði síðan á sjötta tímanum í morgun og hafa um fjörtíu skjálftar mælst, flestir minni en hálfur richter að stærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×