Erlent

Ráðherralisti Íraks kynntur á morgun

Leiðtogar fylkinga í Írak hafa komist að samkomulagi um nýja ríkisstjórn. Ráðherralistinn verður birtur á morgun.Þó leiðtogarnir hafi komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í landinu hefur ekki tekist að manna stöðu innanríkis- og varnarmálaráðherra landsins. Verðandi forsætisráðherra Íraks, Nuri al Maliki, sagði í dag að hann muni halda áfram með að kynna og fá samþykki Íraksþings fyrir ríkisstjórn sína þrátt fyrir að honum hafi ekki tekist að ná samkomulagi við önnur stjórnmálabandalög og trúarhópa varðandi þessi tvö ráðuneyti. Þar niðurstaða fæst um það hver mun taka við þessum ráðuneytum mun al Makiki gegna embætti innanríkisráðherra og varaforsetinn, Tareq al-Hashemi embætti varnarmálaráðherra.

Forsætisráðherrann virðist hafa stuðning Súnnía en hátt settur embættismaður helsta stjórnmálaflokks þeirra sagði að bandalag hans myndi styðja við þær ákvarðanir sem forsætisráðherran tekur varðandi ráðherravalið.

Ákvörðun al-Maliki kemur á sama tíma og vegasprengja og aðrar árásir urðu 10 Írökum til bana og særði 26 manns. Íraskir mannræningjar leystu einnig úr haldi ríkiserindreka Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem þeir tóku í gíslingu í þessari viku í Bagdad, þetta sagði bróðir hans við AP-fréttastofuna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×