Erlent

Átak gegn barnaníðingum á netinu

Átak er hafið til að koma í veg fyrir að eldri menn nái í börn á netinu eins og algengt er. Microsoft á Íslandi hefur tekið höndum saman við félagið SAFT, Samfélag fjölskyldu og tækni, til að berjast gegn vandamálinu.

Öryggisdagar Microsoft hófust mánudaginn 24. apríl og stóðu í tvær vikur. Starfsfólk Microsoft Íslandi lagði niður hefðbundna vinnu til að fræða börn og unglinga um örugga tölvu- og internetnotkun. Í ljós kom að foreldrar vita lítið um hvað börn þeirra skoða á netinu eða við hvern þeir þau tala.

Í flestum skólum stigu fram nemendur sem höfðu ljótar sögur að segja af því að barnaníðingar reyndu að komast í samband við þá.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×