Erlent

Háttsettur Hamas-liði gripinn með mikla fjármuni

Háttsettur fulltrúi í Hamas-samtökunum, sem stýra heimastjórn Palestínumanna, var gripinn við landamærin inn í Rafah-borg á Gaza-ströndinni frá Egyptalandi, með um sex hundruð þúsund evrur í beinhörðum peningum á sér.

BBC greinir frá þessu á vefsíðu sinni. Hamas-stjórnin hefur sagt erfitt að flytja fé til sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna þar sem bankar óttast refsiaðgerðir Bandaríkjamanna ef þeir eiga samskipti við Hamas. Handtakan í morgun bendir til þess að fjárhagsvandi heimastjórnarinnar fari versnandi þar sem Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa skorið á fjárstyrk og Ísraelar hafa fryst skattgreiðslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×