Olíuverð lækkar á ný ef vesturveldin hætta harðlínutali sínu gagnvart Írönum segir Edmund Daukoru, forseti OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, í dag. Hann sagði að spennan milli Ísraela og Palestínumanna bætti ekki heldur úr skák.
Olíuverð hefur hækkað úr tuttugu dollurum á fatið í 72 dollara á fjórum árum. Daukoru sagði að helsta ástæðan fyrir þessum hækkunum væri skortur á hreinsunarstöðvum til að breyta hráolíu í eldsneyti.