Innlent

Rafmagnslaust í Sunda- og Teigahverfi

Rafmagnslaust varð í Sunda- og Teigahverfi rétt upp úr klukkan níu í morgun þegar háspennustrengur fór í sundur við Sæbraut móts við Dalsveg. Í fyrstu duttu fimm dreifistöðvar Orkuveitunnar út en þegar reynt var að setja inn rafmagn eftir öðrum leiðum kom upp bilun í kerfinu sem varð til þess að fimm dreifistöðvar til viðbótar duttu út. Rafmagnsleysið náði frá Sæbraut innundir Njörvasund, í Teigahverfi og við Vatnagarða og Sundagarða. Rafmagn er nú komið á í öllum hverfum og vonast Orkuveitan til þess að kerfið haldi þar til lokið verður við viðgerðir á strengnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×