Erlent

Andstaða við forsætisráðherra Íraks

Mynd/AP

Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, hefur ákveðið að eftirláta bandamönnum sínum í stjórnmálafylkingu sjía-múslima að ákveða hvort hann eigi að víkja úr embætti. Kúrdar og súnní-múslimar hafa lýst yfir andstöðu sinni við að hann sitji áfram og er það ein ástæða þess hve illa hefur gengið að mynda ríkisstjórn síðan þingkosningar fóru fram í Írak í desember. Þingmenn sjía-múslima eru lang fjölmennastir á þingi. Hingað til hefur al-Jaafari ekki ljáð máls á því að víkja og er ákvörðun hans frá í gær því af mörgum talinn vendipunktur í málinu. Leiðtogar sjía funda í dag til að ræða val sitt á forsætisráðherraefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×