Erlent

Merkel í heimsókn í Kína

Angela Merkel og Wen Jiabao
Angela Merkel og Wen Jiabao MYND/AP

Angela Merkel, kanslari Þýsklands, hitti í dag Wen Jiabao, forsætisráðherra Kínverja. Með Merkel í för er iðnaðarráðherra Þýsklands og er tilgangurinn að efla viðskipti milli landanna.

Kínverjar eru mikilvægasta viðskiptaland Þýskalands í Asíu svo Merkel mun nota mestan tíma sinn í fundi um viðskipti milli landanna tveggja. Merkel ætlar samt einnig að gefa sér tíma til að ræða við kínverska leiðtoga um mannréttindamál og leiðir til að fá Írana til að láta af kjarorkuáformum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×