Lífið

Selur pelsa úr hundafeldi

P. Diddy Seldi „óvart“ pelsa sem gerðir voru úr hundafeldi.
P. Diddy Seldi „óvart“ pelsa sem gerðir voru úr hundafeldi.

Rapparinn P. Diddy hefur á síðastliðnum árum verið atkvæðamikill í tískubransanum. Hann á sitt eigið fatamerki sem heitir Sean John og nýtur það mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Merkið framleiðir flott föt og leggur mikið upp úr glamúr fyrir bæði karlmenn og konur. Fyrir stuttu setti Diddy á markað pelsa fyrir bæði kynin í því skyni að loðfeldurinn væri ekki ekta, heldur svo vönduð eftirlíkin að varla sæist neinn munur.

Dýraverndunarsamtök í Bandaríkjunum tóku sig til og létu athuga feldinn í pelsunum eftir að vangaveltur kviknuðu um uppruna hans. Kom þá í ljós að feldurinn var af sérstakri tegund hunda, ættuðum frá Kína. P. Diddy hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að setja þessa vöru á markað og eru dýraverndunarsamtök æf. Ýmsir söluaðilar til dæmis, Macy‘s hafa hætt að selja pelsana og nú hefur Diddy beðist formlega afsökunar.

Hann segist ekki hafa haft hugmynd um að pelsarnir væru gerður úr alvöru feldi, hvað þá feldi af hundum. Hann biður dýraverndunarsamtök afsökunar og að það hafi aldrei verið ætlun hans að standa í svona viðskiptum. „Ég hef fyrirskipað að allri framleiðslu á vörum sem innihalda þessa feldi verði hætt samstundis,“ segir P. Diddy í fréttayfirlýsingu um málið, en hann á eflaust von á leiðinlegum eftirmálum í kjölfar hundapelsanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.