Gunguháttur sjávarútvegsráðherra 28. desember 2006 06:00 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra átti fund á Sauðárkróki um dragnótaveiðar á Skagafirði með smábátamönnum hinn 29. nóvember síðastliðinn. Eftir að hafa lesið viðtal við ráðherrann sem kom fram í fréttablaði Feykis hinn 6. desember síðastliðinn, og fréttamaður blaðsins hafði kannað hvað hafði gerst á þessum fundi, verð ég að játa að þetta hefur verið afspyrnu lélegur fundur því að útkoman er verri en engin. Það er þó einn ljós punktur að það var hægt að fá ráðherrann að samningaborðinu. Áður en ég rek mig í gegnum viðtalsgrein Feykis við ráðherrann vil ég taka skýrt fram svo að það velkist ekki fyrir neinum að sjávarútvegsráðherra er æðsta vald yfir sjávarútveginum á Íslandi. Í upphafi viðtalsins segir að Hafrannsóknastofnun telji ekki fiskifræðileg rök fyrir því að loka Skagafirði fyrir dragnótarveiðum. Það væri mikil upplifun að sjá þau rök. Ég hef það eftir samtali við starfsmann hjá HAFRÓ að ekki hafi verið veittir peningar til hafrannsókna á Skagafirði í langan tíma svo að þá hljóta að þurrkast fiskifræðilegu rökin í viðtalinu við ráðherrann. Þá beinast spjótin að stjórn HAFRÓ en hana skipa forystuklíka sægreifa veldisins og þótt þeir séu ekki allir eyrnamerktir henni þá hafa þeir margsagt það í ræðu og riti að þeir fylgi þeirri stefnu í fiskveiðimálum sem er mesti glæpur Íslandssögunnar. Væri hægt að skrifa margar blaðagreinar um það sukk og svínarí sem þar er í hávegum haft. Stjórn HAFRÓ ver sín dekurbörn, sem eru í þessu tilviki dragnótarbátar á Skagafirði, en skýlir sér á bak við fiskifræðinga stofnunarinnar og er það ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Tökum sem dæmi að þann 16. nóvember síðastliðinn kom grein í Morgunblaðinu eftir Ólaf K. Pálsson um athugun á brottkasti fiskjar á Íslandsmiðum 2005. Þetta virðist vera mjög vönduð og vísindaleg umfjöllun því að fiska- og tonnafjöldi eru skráð í þessa skýrslu. Brottkast í dragnót eru 47.000 fiskar sem samsvarar 29 tonnum, þessi nákvæmnistala er brosleg því það væri hógvært að þrefalda hana hér á Skagafirði. Hvað kemur til að virtur fiskifræðingur leggst svo lágt að gera sig að opinberu hirðfífli fyrir forystu sægreifaklíkunnar. Vald og ítök þeirra eru svo mikil hjá þessum mönnum að sjávarútvegsráðherra er sem strengjabrúða í höndunum á þeim. Um lokun Málmeyjarsundsins er ekkert nema gott að segja en það svæði er ekki nema eins og smáfrímerki á Skagafirði. Ég vil minna á að þann 14. október síðastliðinn var samþykkt sáttartillaga í smábátafélaginu Skalla og fólst hún í því að lokað yrði fyrir dragnótarveiðum innan línu sem dregin væri úr Ásnefi í norðurenda Drangeyjar og þaðan í norðurenda Málmeyjar. Er þetta mikil tilslökun frá fyrri samþykkt félagsins. Sjávarútvegsráðherrann minntist á það við fréttamann Feykis að hann geti ekki hróflað við dragnótarbátum því að þeir geti ekki fært sig úr stað. Þetta er afskaplega lágkúrulegur málflutningur og um leið eru sáttatillögur smábátamanna blásnar út af borðinu af ráðherranum, hann veit að enginn er að biðja hann að hrekja dragnótarbátana úr firðinum. Þess vegna hefði verið vandræðalaust fyrir hann að gangast að sáttatillögu smábátamanna og vinna með Skagfirðingum en ekki á móti þeim eins og er gert í þessu máli. Eitthvað er ráðherra að velta fyrir sér að takmarka stærð dragnótarbáta á Skagafirði ef hann nær samkomulagi við sægreifaklíkuna. Ég get bent ráðherranum á að þegar opnað var fyrir dragnótarveiðum á Skagafirði árið 1964 voru það bátar sem flestir voru í kringum 10 tonn og tók það fá ár að gera fjörðinn þannig að ekki fékkst í matinn eins og byrjað er að örla á í dag. Það er virðingarvert hjá ráðherranum þegar hann segist hafa góðan skilning á sjónarmiðum heimamanna en hann hefur ekki haft rænu á að nota þennan skilning þótt hann hafi valdið í þessu málefni og kemur þar berlega fram gunguhátturinn og orðagjálfrið. Að setja þetta málefni í athugun eða nefnd verður aldrei annað en skrifborðskjaftæði í ráðuneytinu, að minnsta kosti höfum við Skagfirðingar ekki reynslu af öðru. Að lokum vil ég biðja ráðherrann að endurskoða alvarlega tillögur Skalla sem áður er um getið því að það er vel fylgst með þessu dragnótarmáli hér í firðinum og skiptir ekki máli hvort það sé útá annesjum eða inn til Skagafjarðardala því að þetta er barátta um lífsbjörgina og slæmt til frásagnar fyrir þingmann og ráðherra okkar Skagfirðinga að hann vinni gegn lífsafkomu íbúa Skagafjarðar. sjómaður á Sauðárkróki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra átti fund á Sauðárkróki um dragnótaveiðar á Skagafirði með smábátamönnum hinn 29. nóvember síðastliðinn. Eftir að hafa lesið viðtal við ráðherrann sem kom fram í fréttablaði Feykis hinn 6. desember síðastliðinn, og fréttamaður blaðsins hafði kannað hvað hafði gerst á þessum fundi, verð ég að játa að þetta hefur verið afspyrnu lélegur fundur því að útkoman er verri en engin. Það er þó einn ljós punktur að það var hægt að fá ráðherrann að samningaborðinu. Áður en ég rek mig í gegnum viðtalsgrein Feykis við ráðherrann vil ég taka skýrt fram svo að það velkist ekki fyrir neinum að sjávarútvegsráðherra er æðsta vald yfir sjávarútveginum á Íslandi. Í upphafi viðtalsins segir að Hafrannsóknastofnun telji ekki fiskifræðileg rök fyrir því að loka Skagafirði fyrir dragnótarveiðum. Það væri mikil upplifun að sjá þau rök. Ég hef það eftir samtali við starfsmann hjá HAFRÓ að ekki hafi verið veittir peningar til hafrannsókna á Skagafirði í langan tíma svo að þá hljóta að þurrkast fiskifræðilegu rökin í viðtalinu við ráðherrann. Þá beinast spjótin að stjórn HAFRÓ en hana skipa forystuklíka sægreifa veldisins og þótt þeir séu ekki allir eyrnamerktir henni þá hafa þeir margsagt það í ræðu og riti að þeir fylgi þeirri stefnu í fiskveiðimálum sem er mesti glæpur Íslandssögunnar. Væri hægt að skrifa margar blaðagreinar um það sukk og svínarí sem þar er í hávegum haft. Stjórn HAFRÓ ver sín dekurbörn, sem eru í þessu tilviki dragnótarbátar á Skagafirði, en skýlir sér á bak við fiskifræðinga stofnunarinnar og er það ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Tökum sem dæmi að þann 16. nóvember síðastliðinn kom grein í Morgunblaðinu eftir Ólaf K. Pálsson um athugun á brottkasti fiskjar á Íslandsmiðum 2005. Þetta virðist vera mjög vönduð og vísindaleg umfjöllun því að fiska- og tonnafjöldi eru skráð í þessa skýrslu. Brottkast í dragnót eru 47.000 fiskar sem samsvarar 29 tonnum, þessi nákvæmnistala er brosleg því það væri hógvært að þrefalda hana hér á Skagafirði. Hvað kemur til að virtur fiskifræðingur leggst svo lágt að gera sig að opinberu hirðfífli fyrir forystu sægreifaklíkunnar. Vald og ítök þeirra eru svo mikil hjá þessum mönnum að sjávarútvegsráðherra er sem strengjabrúða í höndunum á þeim. Um lokun Málmeyjarsundsins er ekkert nema gott að segja en það svæði er ekki nema eins og smáfrímerki á Skagafirði. Ég vil minna á að þann 14. október síðastliðinn var samþykkt sáttartillaga í smábátafélaginu Skalla og fólst hún í því að lokað yrði fyrir dragnótarveiðum innan línu sem dregin væri úr Ásnefi í norðurenda Drangeyjar og þaðan í norðurenda Málmeyjar. Er þetta mikil tilslökun frá fyrri samþykkt félagsins. Sjávarútvegsráðherrann minntist á það við fréttamann Feykis að hann geti ekki hróflað við dragnótarbátum því að þeir geti ekki fært sig úr stað. Þetta er afskaplega lágkúrulegur málflutningur og um leið eru sáttatillögur smábátamanna blásnar út af borðinu af ráðherranum, hann veit að enginn er að biðja hann að hrekja dragnótarbátana úr firðinum. Þess vegna hefði verið vandræðalaust fyrir hann að gangast að sáttatillögu smábátamanna og vinna með Skagfirðingum en ekki á móti þeim eins og er gert í þessu máli. Eitthvað er ráðherra að velta fyrir sér að takmarka stærð dragnótarbáta á Skagafirði ef hann nær samkomulagi við sægreifaklíkuna. Ég get bent ráðherranum á að þegar opnað var fyrir dragnótarveiðum á Skagafirði árið 1964 voru það bátar sem flestir voru í kringum 10 tonn og tók það fá ár að gera fjörðinn þannig að ekki fékkst í matinn eins og byrjað er að örla á í dag. Það er virðingarvert hjá ráðherranum þegar hann segist hafa góðan skilning á sjónarmiðum heimamanna en hann hefur ekki haft rænu á að nota þennan skilning þótt hann hafi valdið í þessu málefni og kemur þar berlega fram gunguhátturinn og orðagjálfrið. Að setja þetta málefni í athugun eða nefnd verður aldrei annað en skrifborðskjaftæði í ráðuneytinu, að minnsta kosti höfum við Skagfirðingar ekki reynslu af öðru. Að lokum vil ég biðja ráðherrann að endurskoða alvarlega tillögur Skalla sem áður er um getið því að það er vel fylgst með þessu dragnótarmáli hér í firðinum og skiptir ekki máli hvort það sé útá annesjum eða inn til Skagafjarðardala því að þetta er barátta um lífsbjörgina og slæmt til frásagnar fyrir þingmann og ráðherra okkar Skagfirðinga að hann vinni gegn lífsafkomu íbúa Skagafjarðar. sjómaður á Sauðárkróki.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun