Flugeldar gleðja augað... 28. desember 2006 06:00 Nú styttist óðum í áramótin. Flugeldasölustaðir hafa verið opnaðir og einstaklingar farnir að huga að flugeldum, sérstaklega karlpeningurinn og skiptir litlu á hvaða aldri þeir eru. En þessi tími er ekki hættulaus. Ef ekki er farið eftir leiðbeiningum um meðferð flugelda geta orðið slys og því miður höfum við séð nokkur slík hver áramót. Dagana fyrir og eftir áramótin sjálf eru þeir sem slasast oftast drengir sem eru að fikta við að breyta flugeldunum þ.e. búa til sínar eigin sprengjur og/eða taka kökur í sundur. Um áramótin sjálf eru það hins vegar fullorðnir karlmenn sem eru í mestri hættu. Börn yngri en 12 ára mega ekki kaupa neinar flugeldavörur en unglingar á aldrinum 12 til 16 ára mega þau kaupa einstakar vörutegundir sem taldar eru hættulausar eða hættulitlar sem og vörur sem ætlaðar eru til notkunar innanhúss. Þegar slíkar vörur eru notaðar samkvæmt leiðbeiningum ættu þær ekki að valda meiðslum á fólki sem stendur í eins metra fjarlægð eða meira frá þeim, né valda skemmdum á eignum. Foreldrar verða að vera meðvitaðir um þá hættu sem fylgja flugeldum og vita hvað börn þeirra eru að fást við á þessum tíma. Börn eiga ekki að umgangast flugeldavörur, með einum eða öðrum hætti, nema undir eftirliti fullorðinna. Flugelda verður að geyma á þurrum stað, þar sem börn geta ekki nálgast þá og ekki er mælt með að geyma þá milli ára. Þegar skotið er upp á að geyma flugeldana fjarri þeim stað sem skotið er upp á og aldrei skal geyma flugeldavörur í vösum. Ákveðnar almennar reglur gilda þegar verið er að skjóta upp, sama hvers kyns flugelda er um að ræða. Skjóta verður flugeldavörum upp á opnu svæði og áhorfendur eiga að standa vindmegin við skotstað. Hendur þess sem skýtur upp eru best varðar ef viðkomandi er í hönskum. Flugeldagleraugu eiga allir að nota, sama hvort þeir eru að skjóta upp eða bara að horfa á. Aldrei má halla sér yfir flugeldavörur sem eldur er borinn að, tendra skal á kveiknum með útréttri hendi og víkja strax frá. Ef flugeldur springur ekki skal hella vatni yfir hann, en ekki reyna að kveikja aftur í honum. Gætið barna vel, þau þekkja hætturnar ekki eins og þeir fullorðnu og munið að áfengi og flugeldar fara aldrei saman. Megið þið eiga ánægjuleg og slysalaus áramót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Nú styttist óðum í áramótin. Flugeldasölustaðir hafa verið opnaðir og einstaklingar farnir að huga að flugeldum, sérstaklega karlpeningurinn og skiptir litlu á hvaða aldri þeir eru. En þessi tími er ekki hættulaus. Ef ekki er farið eftir leiðbeiningum um meðferð flugelda geta orðið slys og því miður höfum við séð nokkur slík hver áramót. Dagana fyrir og eftir áramótin sjálf eru þeir sem slasast oftast drengir sem eru að fikta við að breyta flugeldunum þ.e. búa til sínar eigin sprengjur og/eða taka kökur í sundur. Um áramótin sjálf eru það hins vegar fullorðnir karlmenn sem eru í mestri hættu. Börn yngri en 12 ára mega ekki kaupa neinar flugeldavörur en unglingar á aldrinum 12 til 16 ára mega þau kaupa einstakar vörutegundir sem taldar eru hættulausar eða hættulitlar sem og vörur sem ætlaðar eru til notkunar innanhúss. Þegar slíkar vörur eru notaðar samkvæmt leiðbeiningum ættu þær ekki að valda meiðslum á fólki sem stendur í eins metra fjarlægð eða meira frá þeim, né valda skemmdum á eignum. Foreldrar verða að vera meðvitaðir um þá hættu sem fylgja flugeldum og vita hvað börn þeirra eru að fást við á þessum tíma. Börn eiga ekki að umgangast flugeldavörur, með einum eða öðrum hætti, nema undir eftirliti fullorðinna. Flugelda verður að geyma á þurrum stað, þar sem börn geta ekki nálgast þá og ekki er mælt með að geyma þá milli ára. Þegar skotið er upp á að geyma flugeldana fjarri þeim stað sem skotið er upp á og aldrei skal geyma flugeldavörur í vösum. Ákveðnar almennar reglur gilda þegar verið er að skjóta upp, sama hvers kyns flugelda er um að ræða. Skjóta verður flugeldavörum upp á opnu svæði og áhorfendur eiga að standa vindmegin við skotstað. Hendur þess sem skýtur upp eru best varðar ef viðkomandi er í hönskum. Flugeldagleraugu eiga allir að nota, sama hvort þeir eru að skjóta upp eða bara að horfa á. Aldrei má halla sér yfir flugeldavörur sem eldur er borinn að, tendra skal á kveiknum með útréttri hendi og víkja strax frá. Ef flugeldur springur ekki skal hella vatni yfir hann, en ekki reyna að kveikja aftur í honum. Gætið barna vel, þau þekkja hætturnar ekki eins og þeir fullorðnu og munið að áfengi og flugeldar fara aldrei saman. Megið þið eiga ánægjuleg og slysalaus áramót.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar