Þetta er mín jólagjöf 17. desember 2006 14:30 Guðbjörn Magnússon gaf á dögunum blóð í 150. skiptið. MYND/Vilhelm Rafeindavirkinn Guðbjörn Magnússon gaf á dögunum blóð í 150. skiptið á ævinni, sem er oftar en nokkur annar Íslendingur hefur gert. Guðbjörn, sem er 62 ára, segist fyrst hafa gefið blóð þegar hann stundaði nám í Loftskeytaskólanum árið 1967. „Þá var verið að biðja þá sem voru í Stýrimanna- og Vélskólanum að gefa blóð og þá fylgdum við með,“ segir Guðbjörn. „Ég fór síðan öðru hvoru og af einhverjum ástæðum hélt ég þessu áfram. Þær fóru að hringja í mig stelpurnar í Blóðbankanum vegna þess að ég var í þessum O mínus flokki og var með efni í blóðinu sem lítið er af. Það var notað til að gefa kornabörnum sem enginn vissi í hvaða flokki lenda,“ segir hann en tekur fram að búið sé að finna lausn á þessu vandamáli. Þær mæður sem eru í röngum flokki fá nú meðöl við því en áður fyrr þurfti að skipta um blóð í börnunum til að koma þeim yfir fyrsta hjallann. Bætir Guðbjörn því við að eitt sinn hafi kona nokkur hringt í sig eftir að hann var kjörin Hvunndagshetjan í Fréttablaðinu og þakkað honum fyrir. „Hún sagði að ég hefði trúlega hjálpað hennar barni í gegnum þessa erfiðleika,“ segir hann. Upphaflega vandi Guðbjörn komu sína í Blóðbankann á föstudögum til að ferskt blóð væri til fyrir helgina. Síðan þá hefur hann haldið áfram að koma þangað án þess að spáð eitthvað mikið í það. „Þetta er ósköp notarlegt umhverfi og þægilegt. Ef þær væru einhverjir fýlupúkar myndi ég ekkert koma,“ segir hann um konurnar í Blóðbankanum sem hann hefur miklar mætur á. „Þetta er eiginlega mín jólagjöf. Það er skemmtilegt að þetta skuli hitta svona á rétt fyrir jólin að ég sé búinn að fara í þessi 150 skipti. Það er notarleg tilfinning að hafa náð þessum áfanga. Þetta er ekki vara sem þú kaupir úti í búð eða getur búið til. Þess vegna er það svo mikið atriði að geta náð í nýjan og nýjan flokk.“ Guðbjörn mælir með því við fólk sem vill gefa blóð að tengja blóðgjöfina við mánuðinn sem það á afmæli og í framhaldinu geti það farið á hálfs árs fresti. Það skipti strax sköpum fyrir Blóðbankann sem hefur auglýst mikið eftir blóði undanfarið. Segir hann blóðgjöfina sjálfa vera ekkert mál, það sé eins og að vera klipinn og maður finni ekkert fyrir því. Guðbjörn segist ætla að halda áfram að gefa blóð á meðan hann má. „Það verður kannski ekki eins þétt ef maður skyldi ferðast á svæði þar sem maður þarf að passa sig eins og í Suður Ameríku eða Afríku. Ég er kominn á þann aldur að mig langar að ferðast og það getur komið að því að maður geri meira að því.“ Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Sjá meira
Rafeindavirkinn Guðbjörn Magnússon gaf á dögunum blóð í 150. skiptið á ævinni, sem er oftar en nokkur annar Íslendingur hefur gert. Guðbjörn, sem er 62 ára, segist fyrst hafa gefið blóð þegar hann stundaði nám í Loftskeytaskólanum árið 1967. „Þá var verið að biðja þá sem voru í Stýrimanna- og Vélskólanum að gefa blóð og þá fylgdum við með,“ segir Guðbjörn. „Ég fór síðan öðru hvoru og af einhverjum ástæðum hélt ég þessu áfram. Þær fóru að hringja í mig stelpurnar í Blóðbankanum vegna þess að ég var í þessum O mínus flokki og var með efni í blóðinu sem lítið er af. Það var notað til að gefa kornabörnum sem enginn vissi í hvaða flokki lenda,“ segir hann en tekur fram að búið sé að finna lausn á þessu vandamáli. Þær mæður sem eru í röngum flokki fá nú meðöl við því en áður fyrr þurfti að skipta um blóð í börnunum til að koma þeim yfir fyrsta hjallann. Bætir Guðbjörn því við að eitt sinn hafi kona nokkur hringt í sig eftir að hann var kjörin Hvunndagshetjan í Fréttablaðinu og þakkað honum fyrir. „Hún sagði að ég hefði trúlega hjálpað hennar barni í gegnum þessa erfiðleika,“ segir hann. Upphaflega vandi Guðbjörn komu sína í Blóðbankann á föstudögum til að ferskt blóð væri til fyrir helgina. Síðan þá hefur hann haldið áfram að koma þangað án þess að spáð eitthvað mikið í það. „Þetta er ósköp notarlegt umhverfi og þægilegt. Ef þær væru einhverjir fýlupúkar myndi ég ekkert koma,“ segir hann um konurnar í Blóðbankanum sem hann hefur miklar mætur á. „Þetta er eiginlega mín jólagjöf. Það er skemmtilegt að þetta skuli hitta svona á rétt fyrir jólin að ég sé búinn að fara í þessi 150 skipti. Það er notarleg tilfinning að hafa náð þessum áfanga. Þetta er ekki vara sem þú kaupir úti í búð eða getur búið til. Þess vegna er það svo mikið atriði að geta náð í nýjan og nýjan flokk.“ Guðbjörn mælir með því við fólk sem vill gefa blóð að tengja blóðgjöfina við mánuðinn sem það á afmæli og í framhaldinu geti það farið á hálfs árs fresti. Það skipti strax sköpum fyrir Blóðbankann sem hefur auglýst mikið eftir blóði undanfarið. Segir hann blóðgjöfina sjálfa vera ekkert mál, það sé eins og að vera klipinn og maður finni ekkert fyrir því. Guðbjörn segist ætla að halda áfram að gefa blóð á meðan hann má. „Það verður kannski ekki eins þétt ef maður skyldi ferðast á svæði þar sem maður þarf að passa sig eins og í Suður Ameríku eða Afríku. Ég er kominn á þann aldur að mig langar að ferðast og það getur komið að því að maður geri meira að því.“
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Sjá meira