Lífið

Fótboltaæfing í frímó

Matthías Sigvaldason skólaliði í ísaksskóla ásamt hressum fótboltakrökkum.
Matthías Sigvaldason skólaliði í ísaksskóla ásamt hressum fótboltakrökkum.

„Krakkarnir eru bara svo rosalega hrein, bein og skemmtileg að mér dettur ekki í hug að hætta þessu,” segir Matthías Sigvaldason. Hann er einn margra knattspyrnumanna sem hafa starfað sem skólaliðar við Ísaksskóla á liðnum árum. Matthías er búinn að vera í þessu starfi frá 1995 en með smá hléum þó inn á milli.

„Þetta er mjög gefandi starf og við leggjum okkur fram um að nýta fótboltann til þess kenna krökkunum að vinna saman og þroskast félagslega. Ég hef svo verið að starfa við þjálfun samhliða þessu á liðnum árum. Var þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni en er hættur því í bili þar sem ég er búsettur á Selfossi. Það segir eflaust sitt um hversu skemmtilegt starfið er. En það er mikilvægt að taka fram að það eru fleiri fótboltakallar hér en ég og svo eru líka frábærar stelpur að vinna hérna með góðan bakgrunn úr íþróttum.”

Matthías spilaði með Leiftri Ólafsfirði í efstu deild á sínum tíma einn fárra heimamanna og það hafa fleiri kunnir kappað komið að þessu starfi hjá Ísaksskóla í gegnum tíðina. Má þar nefna Bjarna Ólaf Eiríksson, Benedikt Bóas Hinriksson og fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.