Viðskipti innlent

iFöroya bank skráður hér

Undirbúningur að einkavæðingu Föroya Banki, elsta og annars stærsta banka Færeyja, er hafinn og hafa ráðgjafar verið ráðnir til verkefnisins.

Á næsta ári verður bankinn skráður tvíhliða í Kauphöllina í Kaupmannahöfn og á VMF, færeyska verðbréfamarkaðinn sem er í nánu samstarfi við Kauphöll Íslands. Hlutabréf bankans verða því einnig skráð hérlendis.

Eyðun á Rógvi, stjórnarformaður Fíggingargrunnsins frá 1992, félags í eigu færeyska ríkisins sem á nánast allt hlutafé í bankanum, segja að áformin leggi grunn að frekari vexti bankans, viðskiptavinum og færeyska fjármálakerfinu til hagsbóta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×