Jafnræði trúfélaga og staða Þjóðkirkjunnar Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir skrifar 4. desember 2006 05:00 Þriðjudaginn 28. nóvember féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsóknar Ásatrúarfélagsins á hendur íslenska ríkinu um greiðslur, sambærilegar þeim sem renna til íslensku Þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan hefur hvatt stjórnvöld til að auka jafnræði milli trú-félaga í þessum efnum. Niðurstaða ofangreinds dóms er á margan hátt áhugaverð. Dómurinn skoðar mismunandi hlutverk sjóðanna og kemst að þeirri niðurstöðu að varðandi annan þeirra, Jöfnunarsjóð sókna, sé gert upp á milli trúfélaga. Greiðslur í Jöfnunarsjóð sókna eru hins vegar ákvarðaðar með lögum og telur dómstóllinn ekki hægt að fallast á fjárkröfur Ásatrúar-félagsins því lagaheimild skorti. Þjóðkirkjan hvatti stjórnvöld til að auka jafnræðiBiskup Íslands lagði til við forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra árið 1999 að staða trú-félaga yrði jöfnuð að þessu leyti og væri það vel við hæfi í tilefni hátíðahaldanna árið 2000. Kirkjuþing 2005 ályktaði um stöðu annarra trúfélaga og taldi rétt að söfnuðir nytu jafnræðis. Kirkjuráð, sem er framkvæmdastjórn Þjóðkirkjunnar, samþykkti einnig ályktun til stjórnvalda um þetta mál árið 2005. Þá hefur samstarfsnefnd kristinna trúfélaga að frumkvæði Þjóðkirkjunnar rætt möguleika á sameiginlegum þrýstingi á stjórnvöld um breytingu hvað þetta varðar. Ásatrúarfélagið mun áfrýja úrskurði héraðsdóms til Hæstaréttar. Það verður áhugavert að sjá hver niðurstaðan verður, einkum er varðar Jöfnunarsjóð sókna og hvort hún kalli á lagabreytingu. Sérstaða ÞjóðkirkjunnarJón Kaldal skrifar leiðara um ofangreindan dóm og stöðu trú-félaga í Fréttablaðið hinn 30.11. síðastliðinn. Vegna þeirra skrifa langar mig að ítreka aðeins sérstöðu Þjóðkirkjunnar og þær skyldur sem hún hefur hennar vegna umfram önnur trúfélög á landinu. Engin stofnun á Íslandi getur sýnt fram á annað eins samhengi í þjóðarsögunni og Þjóðkirkjan – órofa samhengi trúarlegrar þjónustu, menntunar og menningar í þúsund ár. Þéttriðið net sókna um land allt tryggir að þjónusta hennar nái til landsmanna allra, óháð búsetu, aldri og efnahag. Um tvö hundruð friðaðar sóknarkirkjur um land allt eru meðal dýrmætustu menningarverðmæta íslensku þjóðarinnar. Þjóðkirkjan hefur með höndum margs konar félagslega þjónustu, kærleiksþjónustu safnaða og neyðaraðstoð innanlands og þróunar og neyðarhjálp á alþjóðavettvangi um farveg Hjálparstarfs kirkjunnar. Prestar og djáknar í sóknum og á stofnunum veita fólki stuðning, ráðgjöf og sálgæslu auk leiðsagnar í andlegum efnum. Stuðningur við fólk í hjúskaparerfiðleikum er umtalsverður þáttur í starfi presta og með Fjölskylduþjónustu kirkjunnar er veitt þjónusta til stuðnings fjölskyldum, óháð trúfélagi. Á vettvangi Þjóðkirkjunnar er mikill fjöldi að störfum, launað og ólaunað. Má þar til dæmis nefna þá öflugu kórastarfsemi sem á vegum kirkjunnar, sem ekki fer fram hjá neinum á aðventu og um jólahátíðina. Þjóðkirkjan vill stuðla að góðum samskiptum við aðrar kristnar kirkjur og trúarsamfélög í landinu og vinna að skilningi og virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum sem festa rætur hér á landi. Að því hefur verið unnið á virkan hátt á vegum Þjóðkirkjunnar, meðal annars með því að hafa frumkvæði að stofnun samráðsvettvangs trúfélaga sem stofnaður var fyrir viku. Það er ljóst að Þjóðkirkjan nýtur sérstöðu í íslensku þjóð-félagi. Að hluta til er það vegna sögu hennar og stöðu og einnig skapar stærð hennar sérstöðu. En því fylgja líka skyldur og ábyrgð, langt umfram þær kröfur sem gerðar eru til annarra trúfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 28. nóvember féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsóknar Ásatrúarfélagsins á hendur íslenska ríkinu um greiðslur, sambærilegar þeim sem renna til íslensku Þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan hefur hvatt stjórnvöld til að auka jafnræði milli trú-félaga í þessum efnum. Niðurstaða ofangreinds dóms er á margan hátt áhugaverð. Dómurinn skoðar mismunandi hlutverk sjóðanna og kemst að þeirri niðurstöðu að varðandi annan þeirra, Jöfnunarsjóð sókna, sé gert upp á milli trúfélaga. Greiðslur í Jöfnunarsjóð sókna eru hins vegar ákvarðaðar með lögum og telur dómstóllinn ekki hægt að fallast á fjárkröfur Ásatrúar-félagsins því lagaheimild skorti. Þjóðkirkjan hvatti stjórnvöld til að auka jafnræðiBiskup Íslands lagði til við forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra árið 1999 að staða trú-félaga yrði jöfnuð að þessu leyti og væri það vel við hæfi í tilefni hátíðahaldanna árið 2000. Kirkjuþing 2005 ályktaði um stöðu annarra trúfélaga og taldi rétt að söfnuðir nytu jafnræðis. Kirkjuráð, sem er framkvæmdastjórn Þjóðkirkjunnar, samþykkti einnig ályktun til stjórnvalda um þetta mál árið 2005. Þá hefur samstarfsnefnd kristinna trúfélaga að frumkvæði Þjóðkirkjunnar rætt möguleika á sameiginlegum þrýstingi á stjórnvöld um breytingu hvað þetta varðar. Ásatrúarfélagið mun áfrýja úrskurði héraðsdóms til Hæstaréttar. Það verður áhugavert að sjá hver niðurstaðan verður, einkum er varðar Jöfnunarsjóð sókna og hvort hún kalli á lagabreytingu. Sérstaða ÞjóðkirkjunnarJón Kaldal skrifar leiðara um ofangreindan dóm og stöðu trú-félaga í Fréttablaðið hinn 30.11. síðastliðinn. Vegna þeirra skrifa langar mig að ítreka aðeins sérstöðu Þjóðkirkjunnar og þær skyldur sem hún hefur hennar vegna umfram önnur trúfélög á landinu. Engin stofnun á Íslandi getur sýnt fram á annað eins samhengi í þjóðarsögunni og Þjóðkirkjan – órofa samhengi trúarlegrar þjónustu, menntunar og menningar í þúsund ár. Þéttriðið net sókna um land allt tryggir að þjónusta hennar nái til landsmanna allra, óháð búsetu, aldri og efnahag. Um tvö hundruð friðaðar sóknarkirkjur um land allt eru meðal dýrmætustu menningarverðmæta íslensku þjóðarinnar. Þjóðkirkjan hefur með höndum margs konar félagslega þjónustu, kærleiksþjónustu safnaða og neyðaraðstoð innanlands og þróunar og neyðarhjálp á alþjóðavettvangi um farveg Hjálparstarfs kirkjunnar. Prestar og djáknar í sóknum og á stofnunum veita fólki stuðning, ráðgjöf og sálgæslu auk leiðsagnar í andlegum efnum. Stuðningur við fólk í hjúskaparerfiðleikum er umtalsverður þáttur í starfi presta og með Fjölskylduþjónustu kirkjunnar er veitt þjónusta til stuðnings fjölskyldum, óháð trúfélagi. Á vettvangi Þjóðkirkjunnar er mikill fjöldi að störfum, launað og ólaunað. Má þar til dæmis nefna þá öflugu kórastarfsemi sem á vegum kirkjunnar, sem ekki fer fram hjá neinum á aðventu og um jólahátíðina. Þjóðkirkjan vill stuðla að góðum samskiptum við aðrar kristnar kirkjur og trúarsamfélög í landinu og vinna að skilningi og virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum sem festa rætur hér á landi. Að því hefur verið unnið á virkan hátt á vegum Þjóðkirkjunnar, meðal annars með því að hafa frumkvæði að stofnun samráðsvettvangs trúfélaga sem stofnaður var fyrir viku. Það er ljóst að Þjóðkirkjan nýtur sérstöðu í íslensku þjóð-félagi. Að hluta til er það vegna sögu hennar og stöðu og einnig skapar stærð hennar sérstöðu. En því fylgja líka skyldur og ábyrgð, langt umfram þær kröfur sem gerðar eru til annarra trúfélaga.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun