Jafnræði trúfélaga og staða Þjóðkirkjunnar Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir skrifar 4. desember 2006 05:00 Þriðjudaginn 28. nóvember féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsóknar Ásatrúarfélagsins á hendur íslenska ríkinu um greiðslur, sambærilegar þeim sem renna til íslensku Þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan hefur hvatt stjórnvöld til að auka jafnræði milli trú-félaga í þessum efnum. Niðurstaða ofangreinds dóms er á margan hátt áhugaverð. Dómurinn skoðar mismunandi hlutverk sjóðanna og kemst að þeirri niðurstöðu að varðandi annan þeirra, Jöfnunarsjóð sókna, sé gert upp á milli trúfélaga. Greiðslur í Jöfnunarsjóð sókna eru hins vegar ákvarðaðar með lögum og telur dómstóllinn ekki hægt að fallast á fjárkröfur Ásatrúar-félagsins því lagaheimild skorti. Þjóðkirkjan hvatti stjórnvöld til að auka jafnræðiBiskup Íslands lagði til við forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra árið 1999 að staða trú-félaga yrði jöfnuð að þessu leyti og væri það vel við hæfi í tilefni hátíðahaldanna árið 2000. Kirkjuþing 2005 ályktaði um stöðu annarra trúfélaga og taldi rétt að söfnuðir nytu jafnræðis. Kirkjuráð, sem er framkvæmdastjórn Þjóðkirkjunnar, samþykkti einnig ályktun til stjórnvalda um þetta mál árið 2005. Þá hefur samstarfsnefnd kristinna trúfélaga að frumkvæði Þjóðkirkjunnar rætt möguleika á sameiginlegum þrýstingi á stjórnvöld um breytingu hvað þetta varðar. Ásatrúarfélagið mun áfrýja úrskurði héraðsdóms til Hæstaréttar. Það verður áhugavert að sjá hver niðurstaðan verður, einkum er varðar Jöfnunarsjóð sókna og hvort hún kalli á lagabreytingu. Sérstaða ÞjóðkirkjunnarJón Kaldal skrifar leiðara um ofangreindan dóm og stöðu trú-félaga í Fréttablaðið hinn 30.11. síðastliðinn. Vegna þeirra skrifa langar mig að ítreka aðeins sérstöðu Þjóðkirkjunnar og þær skyldur sem hún hefur hennar vegna umfram önnur trúfélög á landinu. Engin stofnun á Íslandi getur sýnt fram á annað eins samhengi í þjóðarsögunni og Þjóðkirkjan – órofa samhengi trúarlegrar þjónustu, menntunar og menningar í þúsund ár. Þéttriðið net sókna um land allt tryggir að þjónusta hennar nái til landsmanna allra, óháð búsetu, aldri og efnahag. Um tvö hundruð friðaðar sóknarkirkjur um land allt eru meðal dýrmætustu menningarverðmæta íslensku þjóðarinnar. Þjóðkirkjan hefur með höndum margs konar félagslega þjónustu, kærleiksþjónustu safnaða og neyðaraðstoð innanlands og þróunar og neyðarhjálp á alþjóðavettvangi um farveg Hjálparstarfs kirkjunnar. Prestar og djáknar í sóknum og á stofnunum veita fólki stuðning, ráðgjöf og sálgæslu auk leiðsagnar í andlegum efnum. Stuðningur við fólk í hjúskaparerfiðleikum er umtalsverður þáttur í starfi presta og með Fjölskylduþjónustu kirkjunnar er veitt þjónusta til stuðnings fjölskyldum, óháð trúfélagi. Á vettvangi Þjóðkirkjunnar er mikill fjöldi að störfum, launað og ólaunað. Má þar til dæmis nefna þá öflugu kórastarfsemi sem á vegum kirkjunnar, sem ekki fer fram hjá neinum á aðventu og um jólahátíðina. Þjóðkirkjan vill stuðla að góðum samskiptum við aðrar kristnar kirkjur og trúarsamfélög í landinu og vinna að skilningi og virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum sem festa rætur hér á landi. Að því hefur verið unnið á virkan hátt á vegum Þjóðkirkjunnar, meðal annars með því að hafa frumkvæði að stofnun samráðsvettvangs trúfélaga sem stofnaður var fyrir viku. Það er ljóst að Þjóðkirkjan nýtur sérstöðu í íslensku þjóð-félagi. Að hluta til er það vegna sögu hennar og stöðu og einnig skapar stærð hennar sérstöðu. En því fylgja líka skyldur og ábyrgð, langt umfram þær kröfur sem gerðar eru til annarra trúfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 28. nóvember féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsóknar Ásatrúarfélagsins á hendur íslenska ríkinu um greiðslur, sambærilegar þeim sem renna til íslensku Þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan hefur hvatt stjórnvöld til að auka jafnræði milli trú-félaga í þessum efnum. Niðurstaða ofangreinds dóms er á margan hátt áhugaverð. Dómurinn skoðar mismunandi hlutverk sjóðanna og kemst að þeirri niðurstöðu að varðandi annan þeirra, Jöfnunarsjóð sókna, sé gert upp á milli trúfélaga. Greiðslur í Jöfnunarsjóð sókna eru hins vegar ákvarðaðar með lögum og telur dómstóllinn ekki hægt að fallast á fjárkröfur Ásatrúar-félagsins því lagaheimild skorti. Þjóðkirkjan hvatti stjórnvöld til að auka jafnræðiBiskup Íslands lagði til við forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra árið 1999 að staða trú-félaga yrði jöfnuð að þessu leyti og væri það vel við hæfi í tilefni hátíðahaldanna árið 2000. Kirkjuþing 2005 ályktaði um stöðu annarra trúfélaga og taldi rétt að söfnuðir nytu jafnræðis. Kirkjuráð, sem er framkvæmdastjórn Þjóðkirkjunnar, samþykkti einnig ályktun til stjórnvalda um þetta mál árið 2005. Þá hefur samstarfsnefnd kristinna trúfélaga að frumkvæði Þjóðkirkjunnar rætt möguleika á sameiginlegum þrýstingi á stjórnvöld um breytingu hvað þetta varðar. Ásatrúarfélagið mun áfrýja úrskurði héraðsdóms til Hæstaréttar. Það verður áhugavert að sjá hver niðurstaðan verður, einkum er varðar Jöfnunarsjóð sókna og hvort hún kalli á lagabreytingu. Sérstaða ÞjóðkirkjunnarJón Kaldal skrifar leiðara um ofangreindan dóm og stöðu trú-félaga í Fréttablaðið hinn 30.11. síðastliðinn. Vegna þeirra skrifa langar mig að ítreka aðeins sérstöðu Þjóðkirkjunnar og þær skyldur sem hún hefur hennar vegna umfram önnur trúfélög á landinu. Engin stofnun á Íslandi getur sýnt fram á annað eins samhengi í þjóðarsögunni og Þjóðkirkjan – órofa samhengi trúarlegrar þjónustu, menntunar og menningar í þúsund ár. Þéttriðið net sókna um land allt tryggir að þjónusta hennar nái til landsmanna allra, óháð búsetu, aldri og efnahag. Um tvö hundruð friðaðar sóknarkirkjur um land allt eru meðal dýrmætustu menningarverðmæta íslensku þjóðarinnar. Þjóðkirkjan hefur með höndum margs konar félagslega þjónustu, kærleiksþjónustu safnaða og neyðaraðstoð innanlands og þróunar og neyðarhjálp á alþjóðavettvangi um farveg Hjálparstarfs kirkjunnar. Prestar og djáknar í sóknum og á stofnunum veita fólki stuðning, ráðgjöf og sálgæslu auk leiðsagnar í andlegum efnum. Stuðningur við fólk í hjúskaparerfiðleikum er umtalsverður þáttur í starfi presta og með Fjölskylduþjónustu kirkjunnar er veitt þjónusta til stuðnings fjölskyldum, óháð trúfélagi. Á vettvangi Þjóðkirkjunnar er mikill fjöldi að störfum, launað og ólaunað. Má þar til dæmis nefna þá öflugu kórastarfsemi sem á vegum kirkjunnar, sem ekki fer fram hjá neinum á aðventu og um jólahátíðina. Þjóðkirkjan vill stuðla að góðum samskiptum við aðrar kristnar kirkjur og trúarsamfélög í landinu og vinna að skilningi og virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum sem festa rætur hér á landi. Að því hefur verið unnið á virkan hátt á vegum Þjóðkirkjunnar, meðal annars með því að hafa frumkvæði að stofnun samráðsvettvangs trúfélaga sem stofnaður var fyrir viku. Það er ljóst að Þjóðkirkjan nýtur sérstöðu í íslensku þjóð-félagi. Að hluta til er það vegna sögu hennar og stöðu og einnig skapar stærð hennar sérstöðu. En því fylgja líka skyldur og ábyrgð, langt umfram þær kröfur sem gerðar eru til annarra trúfélaga.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun