Nýsköpun í stjórnmálum Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. desember 2006 05:00 Ég hefði líklega orðið hissa ef einhver hefði sagt mér árið 1996 að ég myndi taka þátt í forvali og stefna að þingsæti áratug síðar. Eins og mörgum öðrum fannst mér stjórnmálalífið ekki spennandi á þeim tíma. Þó að margt ágætt fólk starfaði í stjórnmálaflokkunum fannst mér enginn þeirra spennandi sem stjórnmálaafl. Það var ekki fyrr en Vinstrihreyfingin-grænt framboð varð til að ég fékk verulegan áhuga á að taka þátt í flokksstarfi. Eins og flestum öðrum í VG finnst mér undarlegt þegar rætt er um flokkinn okkar út frá atburðum áranna 1996-1999, þegar sameiningarumræða vinstrimanna stóð hvað hæst. Reyndar er það einkum fólk í öðrum flokkum sem hefur áhuga á því að halda áfram að ræða þessa fortíð. Vinstri græn hafa sem betur fer borið gæfu til að lifa í núinu. Áhrif vinstri grænnaAf hverju gekk ég til liðs við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð? Jú, það var vegna þess að mér fannst að þessi flokkur væri ný rödd í íslenskum stjórnmálum. Og finnst enn. Og áhrif flokksins blasa við. Stjórnmálamenn tóku umhverfismál ekki nógu alvarlega fyrir tíu árum og þau voru raunar ekkert rædd fyrir seinustu kosningar. Nú hafa allir flokkar tekið við sér. Andstaða við hernaðarstefnu Bandaríkjanna var ekki í tísku þegar Vinstrihreyfingin-grænt framboð var stofnuð. Baráttan fyrir kvenfrelsi hefur líka lent í mótbyr en í hana er nú kominn aukinn kraftur. Baráttan fyrir velferð hefur seinustu ár verið varnarbarátta og er enn. En einnig þar bind ég helst vonir við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð. Framan af stóð það flokknum nokkuð fyrir þrifum að hann var lítill og illa skipulagður. Það veitti honum frelsi en um leið var stundum eins og hann væri í annarri deild en stærstu flokkarnir. Verkefni okkar seinustu ár hefur því verið að gera flokkinn að afli sem enginn getur vísað burt eða flokkað í aðra deild, án þess þó að flokkurinn api allt eftir öðrum flokkum eða glati sérstöðu sinni. Það hefur tekist. Kosningabarátta VG í vor var örugglega sú sem skilaði mestum árangri. Þó var hún ódýr en á hinn bóginn vel samhæfð um allt land og frambjóðendur okkar vöktu athygli fyrir að tala eigin tungu en ekki eins og frambjóðendavélar. Sameiginlegt prófkjör í þremur kjördæmum núna um næstu helgi er annað dæmi um tilraun sem ekki er sótt til annarra heldur kemur uppástungan upphaflega frá óbreyttum flokksmanni á landsfundi. Breytingar framundanPrófkjör eru vandmeðfarin leið. Eðlilegt er að tortryggni gæti gagnvart þeim enda hræða sporin. Samt höfum við í VG ákveðið að fara þessa leið núna. Þrátt fyrir allt eru prófkjörin lýðræðislegt ferli sem getur aukið þrótt manna og flokka, ef vel er á málum haldið. Við frambjóðendurnir höfum ekki auglýst eða leigt okkur skrifstofur heldur treyst á að kjósendur í forvalinu hugsi sjálfir og vegi og meti hvað við höfum fram að færa. Við viljum breyta prófkjöri úr neikvæðu orði í jákvætt. Ég tæki ekki þátt í stjórnmálum nema ég teldi tilgang með því. Fyrir mér er tilgangurinn sá að taka þátt í nýsköpun í stjórnmálalífinu. Eins og fólk hefur tekið eftir hefur Vinstrihreyfingin-grænt framboð undanfarið verið helsta nýsköpunarafl í íslenskum stjórnmálum. Við höfum treyst kjósendum og þeir hafa treyst okkur í auknum mæli. Ég held að það blasi nú við flestum að ef það eiga að verða breytingar í íslensku stjórnmálalífi í vor þá verður það á vegum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Prófkjörið á morgun er aðeins fyrsta skrefið í átt til nýrra tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ég hefði líklega orðið hissa ef einhver hefði sagt mér árið 1996 að ég myndi taka þátt í forvali og stefna að þingsæti áratug síðar. Eins og mörgum öðrum fannst mér stjórnmálalífið ekki spennandi á þeim tíma. Þó að margt ágætt fólk starfaði í stjórnmálaflokkunum fannst mér enginn þeirra spennandi sem stjórnmálaafl. Það var ekki fyrr en Vinstrihreyfingin-grænt framboð varð til að ég fékk verulegan áhuga á að taka þátt í flokksstarfi. Eins og flestum öðrum í VG finnst mér undarlegt þegar rætt er um flokkinn okkar út frá atburðum áranna 1996-1999, þegar sameiningarumræða vinstrimanna stóð hvað hæst. Reyndar er það einkum fólk í öðrum flokkum sem hefur áhuga á því að halda áfram að ræða þessa fortíð. Vinstri græn hafa sem betur fer borið gæfu til að lifa í núinu. Áhrif vinstri grænnaAf hverju gekk ég til liðs við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð? Jú, það var vegna þess að mér fannst að þessi flokkur væri ný rödd í íslenskum stjórnmálum. Og finnst enn. Og áhrif flokksins blasa við. Stjórnmálamenn tóku umhverfismál ekki nógu alvarlega fyrir tíu árum og þau voru raunar ekkert rædd fyrir seinustu kosningar. Nú hafa allir flokkar tekið við sér. Andstaða við hernaðarstefnu Bandaríkjanna var ekki í tísku þegar Vinstrihreyfingin-grænt framboð var stofnuð. Baráttan fyrir kvenfrelsi hefur líka lent í mótbyr en í hana er nú kominn aukinn kraftur. Baráttan fyrir velferð hefur seinustu ár verið varnarbarátta og er enn. En einnig þar bind ég helst vonir við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð. Framan af stóð það flokknum nokkuð fyrir þrifum að hann var lítill og illa skipulagður. Það veitti honum frelsi en um leið var stundum eins og hann væri í annarri deild en stærstu flokkarnir. Verkefni okkar seinustu ár hefur því verið að gera flokkinn að afli sem enginn getur vísað burt eða flokkað í aðra deild, án þess þó að flokkurinn api allt eftir öðrum flokkum eða glati sérstöðu sinni. Það hefur tekist. Kosningabarátta VG í vor var örugglega sú sem skilaði mestum árangri. Þó var hún ódýr en á hinn bóginn vel samhæfð um allt land og frambjóðendur okkar vöktu athygli fyrir að tala eigin tungu en ekki eins og frambjóðendavélar. Sameiginlegt prófkjör í þremur kjördæmum núna um næstu helgi er annað dæmi um tilraun sem ekki er sótt til annarra heldur kemur uppástungan upphaflega frá óbreyttum flokksmanni á landsfundi. Breytingar framundanPrófkjör eru vandmeðfarin leið. Eðlilegt er að tortryggni gæti gagnvart þeim enda hræða sporin. Samt höfum við í VG ákveðið að fara þessa leið núna. Þrátt fyrir allt eru prófkjörin lýðræðislegt ferli sem getur aukið þrótt manna og flokka, ef vel er á málum haldið. Við frambjóðendurnir höfum ekki auglýst eða leigt okkur skrifstofur heldur treyst á að kjósendur í forvalinu hugsi sjálfir og vegi og meti hvað við höfum fram að færa. Við viljum breyta prófkjöri úr neikvæðu orði í jákvætt. Ég tæki ekki þátt í stjórnmálum nema ég teldi tilgang með því. Fyrir mér er tilgangurinn sá að taka þátt í nýsköpun í stjórnmálalífinu. Eins og fólk hefur tekið eftir hefur Vinstrihreyfingin-grænt framboð undanfarið verið helsta nýsköpunarafl í íslenskum stjórnmálum. Við höfum treyst kjósendum og þeir hafa treyst okkur í auknum mæli. Ég held að það blasi nú við flestum að ef það eiga að verða breytingar í íslensku stjórnmálalífi í vor þá verður það á vegum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Prófkjörið á morgun er aðeins fyrsta skrefið í átt til nýrra tíma.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun