Heimilisofbeldi – falið vandamál 1. desember 2006 05:00 Nú stendur yfir 16 daga átak í 16. sinn undir yfirskriftinni: Eflum mannréttindi – stöðvum ofbeldi gegn konum. Af því tilefni hafa Kvenfélagasamband Íslands, Soroptimistasamband Íslands og Zonta á Íslandi tekið höndum saman um að opna augu almennings fyrir heimilisofbeldi. Klúbbar og félög innan sambandanna eru starfrækt um allt land og munu þau sérstaklega hvetja sína félagsmenn til að vera vakandi gagnvart heimilisofbeldi og halda umræðunni opinni á sínu svæði. Það hefur sýnt sig að með opinni umræðu nýta fleiri þá þjónustu sem er í boði fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis. Við hvetjum því konur og aðra sem búa við eða þekkja til einhvers sem býr við heimilisofbeldi að kynna sér þau úrræði sem eru í boði. Listi yfir helstu aðila sem geta veitt stuðning og aðstoð vegna heimilisofbeldis má finna t.d. á vefsíðum www.kvennaathvarf.is og www.barn.is.Hvað er heimilisofbeldi?Samkvæmt skilgreiningu Samtaka um kvennaathvarf er um að ræða heimilisofbeldi þegar einn fjölskyldumeðlimur kúgar annan í skjóli friðhelgi heimilisins til tilfinningalegrar-, félagslegrar- og fjárhagslegrar bindingar. Fjölskyldutengsl milli gerenda og þolenda ofbeldis geta verið með ýmsu móti en í langflestum tilvikum er um að ræða karlmann sem beitir konu ofbeldi í skjóli líkamlegra yfirburða.Heimilisofbeldi getur birst í ýmsum myndum og getur bæði verið andlegt og líkamlegt. Andlegt ofbeldi þar sem fórnarlambið er markvisst brotið niður með hótunum, kúgun og niðurlægingu, er oft undanfari líkamlegs og/eða kynferðislegs ofbeldis. Það er ekki síst hið andlega ofbeldi sem erfitt er að greina og átta sig á. Samkvæmt tölum frá Samtökum um Kvennaathvarf nefna um 90% þeirra kvenna sem leituðu til athvarfsins 2005 andlegt ofbeldi sem eina af ástæðum komu sinnar þangað. Þessar tölur sýna að nauðsynlegt er að opna umræðuna og vekja athygli á því að skilgreining á heimilisofbeldi á ekki einungis við líkamlegt ofbeldi.Hvað getur þú gert?Yfirleitt bera konur ekki með sér að þær búi við heimilisofbeldi og halda því svo leyndu, jafnvel árum saman, að nánir aðstandendur hafa ekki hugmynd um ástand mála. Jafnvel áttar þolandi sig ekki á vandanum heldur tekur á sig alla ábyrgð og reynir af vanmætti að bæta ástandið með því að „hegða sér betur“. Fyrir þann sem stendur utan við er auðvelt að segja „af hverju fer hún bara ekki?” Það getur hins vegar verið mjög erfitt að brjótast út úr ofbeldissambandi þar sem búið er að brjóta niður sjálfsmynd viðkomandi.Fyrsta skrefið er að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður búi við ofbeldi og það næsta að geta viðurkennt það fyrir öðrum. Það er hins vegar einnig ábyrgð samfélagsins að berjast gegn heimilisofbeldi. Ef grunur vaknar um ofbeldi á heimili skal samkvæmt leiðbeiningum Samtaka um kvennaathvarf fylgja þeirri reglu að konan sjálf sé sérfræðingur í sínum málum. Það er því nauðsynlegt að taka ekki fram fyrir hendurnar á þolendum heldur veita stuðning og benda á úrræði. Besti stuðningurinn felst oft í því að hlusta án þess að dæma og reyna að vekja þann skilning að ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt. Höfundar eru Guðrún Hansdóttir, formaður Zontasambands Íslands, Rannveig Thoroddsen, verkefnisstjóri mennta- og menningarmála, Soroptimistasambandi Íslands og Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir 16 daga átak í 16. sinn undir yfirskriftinni: Eflum mannréttindi – stöðvum ofbeldi gegn konum. Af því tilefni hafa Kvenfélagasamband Íslands, Soroptimistasamband Íslands og Zonta á Íslandi tekið höndum saman um að opna augu almennings fyrir heimilisofbeldi. Klúbbar og félög innan sambandanna eru starfrækt um allt land og munu þau sérstaklega hvetja sína félagsmenn til að vera vakandi gagnvart heimilisofbeldi og halda umræðunni opinni á sínu svæði. Það hefur sýnt sig að með opinni umræðu nýta fleiri þá þjónustu sem er í boði fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis. Við hvetjum því konur og aðra sem búa við eða þekkja til einhvers sem býr við heimilisofbeldi að kynna sér þau úrræði sem eru í boði. Listi yfir helstu aðila sem geta veitt stuðning og aðstoð vegna heimilisofbeldis má finna t.d. á vefsíðum www.kvennaathvarf.is og www.barn.is.Hvað er heimilisofbeldi?Samkvæmt skilgreiningu Samtaka um kvennaathvarf er um að ræða heimilisofbeldi þegar einn fjölskyldumeðlimur kúgar annan í skjóli friðhelgi heimilisins til tilfinningalegrar-, félagslegrar- og fjárhagslegrar bindingar. Fjölskyldutengsl milli gerenda og þolenda ofbeldis geta verið með ýmsu móti en í langflestum tilvikum er um að ræða karlmann sem beitir konu ofbeldi í skjóli líkamlegra yfirburða.Heimilisofbeldi getur birst í ýmsum myndum og getur bæði verið andlegt og líkamlegt. Andlegt ofbeldi þar sem fórnarlambið er markvisst brotið niður með hótunum, kúgun og niðurlægingu, er oft undanfari líkamlegs og/eða kynferðislegs ofbeldis. Það er ekki síst hið andlega ofbeldi sem erfitt er að greina og átta sig á. Samkvæmt tölum frá Samtökum um Kvennaathvarf nefna um 90% þeirra kvenna sem leituðu til athvarfsins 2005 andlegt ofbeldi sem eina af ástæðum komu sinnar þangað. Þessar tölur sýna að nauðsynlegt er að opna umræðuna og vekja athygli á því að skilgreining á heimilisofbeldi á ekki einungis við líkamlegt ofbeldi.Hvað getur þú gert?Yfirleitt bera konur ekki með sér að þær búi við heimilisofbeldi og halda því svo leyndu, jafnvel árum saman, að nánir aðstandendur hafa ekki hugmynd um ástand mála. Jafnvel áttar þolandi sig ekki á vandanum heldur tekur á sig alla ábyrgð og reynir af vanmætti að bæta ástandið með því að „hegða sér betur“. Fyrir þann sem stendur utan við er auðvelt að segja „af hverju fer hún bara ekki?” Það getur hins vegar verið mjög erfitt að brjótast út úr ofbeldissambandi þar sem búið er að brjóta niður sjálfsmynd viðkomandi.Fyrsta skrefið er að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður búi við ofbeldi og það næsta að geta viðurkennt það fyrir öðrum. Það er hins vegar einnig ábyrgð samfélagsins að berjast gegn heimilisofbeldi. Ef grunur vaknar um ofbeldi á heimili skal samkvæmt leiðbeiningum Samtaka um kvennaathvarf fylgja þeirri reglu að konan sjálf sé sérfræðingur í sínum málum. Það er því nauðsynlegt að taka ekki fram fyrir hendurnar á þolendum heldur veita stuðning og benda á úrræði. Besti stuðningurinn felst oft í því að hlusta án þess að dæma og reyna að vekja þann skilning að ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt. Höfundar eru Guðrún Hansdóttir, formaður Zontasambands Íslands, Rannveig Thoroddsen, verkefnisstjóri mennta- og menningarmála, Soroptimistasambandi Íslands og Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun